Færsluflokkur: Menntun og skóli

Kveðja frá kennara

Svava Björk, þetta hefur verið alveg frábær vetur hjá þér. Þú hefur sýnt ótrúlegar framfarir og árangurinn eftir því.

Þú ert kurteis og ljúf stelpa sem gott er að vera nálægt.

Haltu áfram á þessari braut og þá mun lífið brosa við þér.Grin

Auður Ögmundsdóttir


Tyrkjaránið-leikrit

Mér fannst það vera kostur að setja upp leikrit því ég lærði betur um námsefnið og ég sá ránið í öðru ljósi. Það er líka gaman að leika í leikrit og heppnaðist þetta leikrit vel því það var mikið vandað sig við það. 

Mér finnst betra að muna Tyrkjaránið með því að gera leikrit því ég sá söguna öðruvísi en að sitja bara og lesa um hana og man ég þennan róstusamlegan atburð betra með þessu verkefni.

Gallinn við að setja upp leikritið var að búa til handrit því ég þurfti að hugsa svolítið hvernig mig langaði að hafa það - annars gekk allt annað vel  :) 

 

tyrkjaranid2_995919.jpg

Danska

Þetta er fyrsta árið mitt í dönsku. Þegar ég byrjaði að læra hana hafði ég engan áhuga og fannst tímarnir vera leiðinlegir því ég átti erfitt með að skilja dönskuna, enda var ég bara að byrja að læra hana. Ég lærði hana samt smátt og smátt og kann ég núna mjög mikið í henni. Ástæðan er sú að ég fékk áhuga á henni þegar ég hafði náð að skilja hana. Ég gerði mörg verkefni í dönsku og komu þau vel út vegna þess að ég vandaði mig.

Eitt verkefnið mitt var spil  (við unnum í hópum svona 2 saman og bjuggum til spil, alveg eins og við vildum.) Ég vann með Emínu og kom spilið okkar vel út vegna þess að við unnum vel saman. Þemað hjá okkur var mönun og vinátta. Aftan á spilinu eru reglur og síðan var spilið plastað.

Mér finnst gaman í dönsku því við gerum oft skemmtileg verkefni, en gallin við það að maður fær leið á þeim fljótt því maður þarf að gera uppkast og láta alltaf fara yfir það.   

 

Jeg elske at snakke dansk   :)                    

Denmark-Danmark-National-Flag

Gæluverkefnið

Í skólanum átti hver nemandi í 7 bekk að velja sér eitthvað til að fjalla um í gæluverkefninu sínu. Það virkaði þannig að ég mátti ráða um hvað ég vildi fjalla um og í hvaða forriti ég mundi vinna það í, það mátti vera hvað sem ég vildi. Ég ákvað eftir nokkra daga eftir að ég frétti að við værum að fara að vinna þetta verkefni að ég ætlaði að fjalla um matarræði eða fæðuhringinn. Ég las upplýsinga á http://www.lydheilsustod.is/ og var gott að vinna frá þessari síðu vegna þess að ég fékk flottar og nógu miklar upplýsingar þar.

Ég átti ekki bara að vinna gæluverkefnið mitt bara svona, ég þurfti líka að skrifa skýrslur fyrir hverja viku í gæluverkefninu, ég fékk 3 vikur til að vinna í verkefninu mínu en samt þurfti ég að gera 4 skýrslur. Sú seinasta var vikan eftir að ég átti að skila gæluverkefninu mínu. Í seinustu vikunni skrifaði ég hvernig mér gekk að kynna verkefnið mitt. 

Ég ákvað fyrst að gera myndband um matarræði, svo kom að því (daginn fyrir að ég átti að skila verkefninu) kom vandarmál sem var leiðinlegt við þetta verkefni. Það var þannig að ég hafði tekið upp það sem ég ætlaði að segja inná myndbandinu mínu en það var erfitt að setja það inná. Ég hafði reynt og reynt að laga þetta en þá gafst ég upp og byrjaði að vinna þetta í power point. Um kvöldið vann ég og vann í þessu verkefni og ég skal segja þér/ykkur að þetta var langt frá því að vera auðvelt.

Svo næsta dag skilaði ég verkefninu mínu fullkláruðu, skýrslunum og kynningunni. Í vikunni eftir á föstudeginum kynnti ég verkefnið mitt og gekk það eins og í sögu. Núna er ég voða stolt af verkefninu mínu sem ég hef unnið mjög vel og mikið í.

-Mér finnst gaman að vinna svona verkefni með frjálsar hendur því maður getur ráðið hvað maður gerði og hvernig.

- Ég átti að gera áætlun fyrir hverja viku en mér fannst það vera allt í lagi en oftast vann ég miera og þá breyttis áætlunin mín sem ég hafði gert. 

-Mér fannst gott að fá 3 vikur fyrir þetta verkefni því maður gat unnið það rólega.

 

View more presentations from oldusel.

Fuglar

Á vorönninni hef ég verið að læra um fugla, mér hefur aldrei fundist fuglar rosa spennandi viðfangsefni en það var samt gaman að vinna eitt verkefni með þeim.

Verkefninu eru power point glærur, þær eru voða fallegar hjá mér. Það var gaman að gera þetta verkefni því ég elska að vinna glærur í power point. Það var einn galli að verkefninu, ég hafði mjög lítinn tíma til að vinna í því í skólanum.

Ég vona að næst þegar að við gerum svona glærur höfum við meiri tíma, t.d til að fara betur yfir verkefnin okkar. Það kom upp hindrun, tvær glærur hjá mér hurfu af einhverri ástæðu (ég hef örugglega gert eitthvað vitlaust) en það er samt núna allt reddað. 

Mig langar að segja svolítið um fugla sem ég hef lært :

Fuglar skiptast í 6 flokka

Máffugla, Vatnafugla, Vaðfugla, Sjófugla, Spörfugla og Landfugla  :)

Á Íslandi verpa um 70 tegundir árvisst.

Svo veit ég eitthvað meira  :)  

Hér fyrir neðan eru glærurnar mínar sem ég vona að koma vel út. 

 

 Fuglaverkefnið mitt

View more presentations from svava4.

Anne Frank

Í ensku var ég að læra um Anne Frank, hún fæddist árið 1929 í Þýskalandi. Hún var ung stúlka sem lifði á tímum sem Hitler var við stjórn. Hitler hataði gyðinga og kennd þá um öll vandamál Þýskalands. Anne og fjölskylda hennar voru gyðingar. Hún og fjölskyldan hennar fluttu til Hollands til að forðast nasistana.

Fjölskyldan hennar ásamt öðru fólki földu sig í verksmiðju pabba hennar Önnu, Otto Frank. Staðurinn kallast the Secret annexe, þar sem þau földu sig. Þessi unga stúlka trúði á það góða og trúði á að Guð myndi vernda hana og fjölskyldu hennar.

Hún fékk dagbók í afmælisgjöf, hún skrifaði um tilfinningar hennar og stöðu hennar í hana. Hvernig lífið var í innilokaðu svæði þar sem fólkið átti að sjá til þess að engin myndi finna þau. Ef það myndi henda hana myndi hún vera send í útrímingarbúðir. Seinna fundust fólkin í the Secret annexe. Otto frank pabbi Önnu lifði af en hin fólkin dóu.

Sex manneskjur hjálpuðu gyðingunum sem voru í felum að fá mat, ein konan þar lifði lengst, eða til ársins 2010.

Mér fannst þessi saga um Önnu Frank sorgleg. Ég bjó til myndband um hana og tók fram það hvað hún hugsaði jákvætt. Það var gaman að læra um hana því þetta voru gamlir tíma sem atburðurinn átti sér stað og ég hugsa og reyni að ýminda mér hvernig þetta hafi verið á þessum tíma ?. Mér fannst þetta öðruvísi lærdómur og var gaman að búa til myndbandið því ég hef gaman að allri svona vinnu. Hérna fyrir neðan er myndbandið af henni sem ég bjó til.

 

Anne Frank myndbandið mitt  :) 


Stærðfræði /hringekja

Ég hef verið í hringekkju í stærðfræði, það var á föstudögum. Ég bjó til stærðfræði ljóð, vann með margföldunar töflunum og gerði fullt fleira. Mér fannst sumt vera skemmtilegt og annað leiðinlegt. Ljóðið sem ég gerði var t.d skemmtilegt og frumlegt hjá mér, það heitir "Fjör í eldhúsinu". Mér fannst leiðinlegt að vinna með margföldunar töflurnar því ég átti að lita svo mikið og ég varð svo þreytt í höndinni.

Ég mundi samt ekki vilja gera þetta aftur því mér finnst þetta ekki vera svo skemmtilegt af því að ég var orðin þreytt á þessu. Ég mundi frekar vinna í dæmum, svona dæmum sem maður á að vinna í hópum :)

 

numbers

 


Tyrkjaránið

Í vorönn hef ég verið að læra um róstumsamlegan atburð sem nefnist Tyrkjaránið. Ég hafði verið að læra um atburðinn í skólanum. Ég gerði mörg verkefni t.d bréf sem Guðríður Símonardóttir skrifaði til manns síns þegar hún var í ánauð, ég skrifaði líka frétt um þegar sjóræningjarnir réðust á Vestmannaeyjar. Áður en ég hreinskrifa verkefnin mín skrifa ég á uppkastablað.

Í Tyrkjaráninu voru margt fólk rænt og flutt til Algeirsborgar til Alsír. Ein konan Guðríður Símonardóttir sem var rænd og var í ánauð skrifaði bréf til þáverandi eiginmann sinn um að hún og sonur hennar voru enn á lífi. Árið 1636 var borgar lausnargjald fyrir hana og fór hún til Kaupmannahafnar og þurfti að skilja við son sinn.

Í Danmörku hitti hún annan mann Hallgrímur Péturson að nafni, helsta trúarskáldi þjóðarinnar. Saman eignuðust þau nokkur börn. En þurftu ekki að borga skatta því þau fréttu að maðurinn hennar Guðríðar hafði látist á svipuðum tíma og þau áttu í ástarsambandi.

300px-AlgiersMW


Hallgrímur Pétursson

Ég var að læra um helsta trúarskáld þjóðarinna, Hallgrím Pétursson. Hann fæddist árið 1614 og dó 1674. Hann var að  læra að verða prestur í Frúarskóla í Kaupmannahöfn og fékk þá verkefni 22 ára gamall. Verkefnið var þannig að hópur sem hafði verið í Alsír í rúman áratug á ánauð væri orðið ryðgað í kritnu trúnni og móðurmálinu íslensku. Þar kynntist hann konu sinni Guðríði Símonardóttur. Saman eignuðust þau nokkur börn. Eitt þeirra Steinunn að nafni dó ung og syrgði faðir hennar hana mikið, um það yrkti hann ljóð sem heitir "allt eins og blómstrið eina".

Ég tók próf úr Hallgrím Pétursson og gekk það ofsalega vel og ég er ánægð með einkunina mina.

Ég átti líka að gera eitt verkefni um Hallgrím og það var að gera power point glærur. Mér gekk vel í verkefninu og ég lærði t.d að gera 2 nýtt á glærurnar sem ég hafði aldrey gert áður. Það sem ég lærði nýtt var að breyta liti á myndunum. Og að þegar ég er búin að búa til bakgrunn gat ég allt í einu fært hann eins og mig langaði að hafa hann.

Hérna eru glærurnar mínar  :)

 


Landafræði

Ég er búin að vera læra um Evrópu á miðöninni. Það sem ég gerði var t.d að lesa um löndin og taka próf úr þeim. Svo átti ég að búa til power point sýningu með frjálsu vali af einu landi, ég valdi Slóvakíu því ég vissi nákæmlega ekkert um það land og ekki einu sinni að það væri til. Ég vann það verkefni vel en þurfti kannski smá meiri tíma til að fara yfir það.

Þegar ég sýndi verkefnið fyrir framan bekkinn gekk það eins og í sögu en myndbandið í verkefninu (sem ég setti inn á) endaði með ósköpum.

Næsta verkefni átti ég að búa til myndband af landi sem mig langaði til að gera í photo storie 3. Ég valdi Austurríki því það er svo margt sem ég get sagt um það. Ég vann myndbandið mest í skólanum en fór svo með það heim og kláraði það þar, svo gekk kynningin vel og það var gaman að kynna myndbandið.

Það sem ég hef lært um Evrópu: Núna veit ég hvar öll löndin í Evrópu eru staðsett og smáríkin líka. Volga er lengsta á Evrópu og Dóná þar á eftir. Volga á upptök sín í Svartaskógi í Þýskalandi og endar í Svartahafi. Höfuðborg Slóvakíu heitir Bratislava og Stóra-Bretland samanstendur af Norður-Írlandi, Englandi, Wales og Skotlandi. Svo veit ég margt fleira um Evrópu

Hérna koma glærurnar af Slóvakíu og á þeim setti ég myndband af landinu frá youtube.com og tónlistin er fyndin (sú sem endaði með ósköpum)

 

 

Hérna kemur myndbandið af Austurríki

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband