Færsluflokkur: Menntun og skóli

Verk og list

Í verk og list er ég búin að vera í hreyfimyndum og það var gaman. En það var líka smá erfitt að vinna verkefnið. Ég var með Birtu, Örnu, Díönu og Emblu í hópi og kom vinnan ágætilega út. Mér fannst skemmtilegast að teikna persónuna mína en erfiðaða að teikna hana og klippa. Eftir það fór ég í tónment og skrifaðu um Dolly Parton. Hún er góð sveitasöngkona. Ég samdi lítið leikrit og teiknaði myndir og stundum sungum við jólalög. Núna er ég nýbyrjuð í saumum og við eigum að sauma náttbuxur. Ég kom sjálf með efni og get ekki beðið eftir að byrja.

 DollyParton1-760102


Samfélagsfræði

Ég var að læra um árin í Íslandsögunni frá 870-1490. Það sem mér fannst áhugaverðast var þegar Noregskonungur ákvað að kristna íslendinga. íslendingar neituðu því, en þá hótaði  konungur að drepa þá Íslendinga sem staddir voru í Noregi. Þá var Þorgeir Ljósvetningagoði ráðinn til að leysa vandann. Hann settist undir feld og komst að niðurstöðu. Allir íslendingar yrðu kristnir, en heiðnir mættu blóta sín goð, bera út börn og borða hrossakjöt. Við lærðum líka um marga biskupa en sá sem mér fannst áhugaverðastur var ísleifur Gissurasson, fyrsta biskup í Skiálholti. Hann tók við embættið árið 1056. ástæðan fyrir því að ég valdi þennan biskup er að hann var fyrsti biskup íslands.


Jarðvísindi

í Jarðvísindi sem Anna Jack kenndi okkur, lærðum við að gera power point. Það áttu 2 að vera saman í hóp svo ég og hrafnhildur sem er í Aj bekknum vorum saman í hóp. Í power point áttum við að fjalla um eldfjall og ég og Hrafnhildur völdum Öskju, sem er á virku reykbelti hér á landi. Það var erfitt að vinna saman enda höfðum við aldrey unnið saman í verkefnum. Hún vildi hafa allt öðruvísi en ég vildi, að lokum reddaðist allt. Ég lærði heilmikið á þessu verkefni og núna er ég met tíma að gera eina glæru sem fyrst tók mig svo langan tíma. Núna er eitt áhugamálið mitt að gera power point glæru.

Hér eru powerpoint glærurnar Svövu og Hrafnhildar

 


Hringekja

Hringekjan/val var fyrir 5-6 bekk. Það var ýmislegt gert eins og lært um Egyptaland, um Martin Luther King, Gandhi o.fl. Mér fannst skemmtilegast að læra um Egyptaland en mér fannst fyrirlestrarnir of langir. Ég lærði mikið í hringekjunni/valinu og vona að það verði aftur næsta vetur.

 Gandhi1martin_luther_king

  Gandhi            Martin Luther King

                                                                            


Leikrit

Bekkurinn minn eða árgangurinn vorum að gera leikrit sem fjallar um líf Snorra Sturlusson, helsta rithöfund miðalda. Það var skipt í hópa sem voru leikmunir og handrit um eftirfarandi kafla og fleira. Ég var í leikmunum en það var leiðinlegt að klippa út sverð o.s.f en það var gaman að hanna hlutina. Ég lék óvin sem sagði 2 setningar en ég lék í öllum bardögunum. Við sýndum leikritið 3 mars fyrir alla foreldra í 6 bekk. Leikritið kom vel út og engu þurfti að breyta. Þetta var frábært verkefni sem ekki er hægt að gleyma.

snorri_sturluson_230903


Noregur

Ég var að læra um Norðurlöndin, það var gaman. Eftir að við í bekknum vorum búin að gera verkefni um löndin var komið að því að velja sér eitt land til að búa til power point glæru eða myndband úr, ég valdi að gera powerpoint glæru. Það land sem ég valdi er Noregur, ég valdi það því að ég hef farið til Noregs og það er fallegt þar. Ég hafði svo margt að segja um þetta land og hafði gaman af verkefninu út af því. Ég lærði mikið af því að gera glæru um Noreg.

Snorri Sturlusson

Mér fannst Snorra saga allt í lagi. Samt var gaman að vita um hvernig Snorri tók völdin, með því að láta dætur sínar giftast hér og þar. Og það var skrýtið hvað Snorri sagði þegar það var verið að fara að höggva hann " eigi skal höggva. Svo fórum við 6 bekkur í Reykhollt, þar sáum við margt t.d heita pottinn hans Snorra, gamlar leifar af húsinu hans Snorra. Við sáum gröfina hans Snorra og hún var með fallegum steinum. Svo var líka kirkja þarna í Reykholti.                                                               Það var gaman þá.

snorralaug


myndband

Þetta myndband er um Egil-Skallagrímsson (víking). Ég hef verið að læra um Egill. Hann samdi þetta ljóð sem kallast "Það mælti mín móðir". Ég hef verið að vinna mörg verkefni um Egil eins og þetta myndband. Það er skemmtilegt. Svo hef ég verið að tala inn á myndbandið mitt ljóðið og var það nýtt fyrir mér. Hér er myndbandið.


Ritgerð

Undafarnar vikur hef ég verið að læra um hvali. Sérstaklega um andarnefju!. Ég skrifaði heimildaritgerð um andarnefju. Ég las nokkrar heimildir um andarnefju og skrifaði á uppkast. Síðan byrjaði ég að rita. Þegar ég var búin að rita smá og smá fann ég myndir sem ég fann á googe.is. Svo gerði ég heimildarskrá sem ég skrifaði hvaða upplýsingar ég fann. Og þannig kom þetta út sem var flott, mér gekk mjög vel. Núna er ég búin að setja ritgerðina mína inná bloggið mitt. Ef þið viljið sjá ritgerðina mína smellið hér.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband