Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Anne Frank
24.4.2010 | 11:03
Í ensku var ég að læra um Anne Frank, hún fæddist árið 1929 í Þýskalandi. Hún var ung stúlka sem lifði á tímum sem Hitler var við stjórn. Hitler hataði gyðinga og kennd þá um öll vandamál Þýskalands. Anne og fjölskylda hennar voru gyðingar. Hún og fjölskyldan hennar fluttu til Hollands til að forðast nasistana.
Fjölskyldan hennar ásamt öðru fólki földu sig í verksmiðju pabba hennar Önnu, Otto Frank. Staðurinn kallast the Secret annexe, þar sem þau földu sig. Þessi unga stúlka trúði á það góða og trúði á að Guð myndi vernda hana og fjölskyldu hennar.
Hún fékk dagbók í afmælisgjöf, hún skrifaði um tilfinningar hennar og stöðu hennar í hana. Hvernig lífið var í innilokaðu svæði þar sem fólkið átti að sjá til þess að engin myndi finna þau. Ef það myndi henda hana myndi hún vera send í útrímingarbúðir. Seinna fundust fólkin í the Secret annexe. Otto frank pabbi Önnu lifði af en hin fólkin dóu.
Sex manneskjur hjálpuðu gyðingunum sem voru í felum að fá mat, ein konan þar lifði lengst, eða til ársins 2010.
Mér fannst þessi saga um Önnu Frank sorgleg. Ég bjó til myndband um hana og tók fram það hvað hún hugsaði jákvætt. Það var gaman að læra um hana því þetta voru gamlir tíma sem atburðurinn átti sér stað og ég hugsa og reyni að ýminda mér hvernig þetta hafi verið á þessum tíma ?. Mér fannst þetta öðruvísi lærdómur og var gaman að búa til myndbandið því ég hef gaman að allri svona vinnu. Hérna fyrir neðan er myndbandið af henni sem ég bjó til.
Anne Frank myndbandið mitt :)
Menntun og skóli | Breytt 25.5.2010 kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stærðfræði /hringekja
23.4.2010 | 11:17
Ég hef verið í hringekkju í stærðfræði, það var á föstudögum. Ég bjó til stærðfræði ljóð, vann með margföldunar töflunum og gerði fullt fleira. Mér fannst sumt vera skemmtilegt og annað leiðinlegt. Ljóðið sem ég gerði var t.d skemmtilegt og frumlegt hjá mér, það heitir "Fjör í eldhúsinu". Mér fannst leiðinlegt að vinna með margföldunar töflurnar því ég átti að lita svo mikið og ég varð svo þreytt í höndinni.
Ég mundi samt ekki vilja gera þetta aftur því mér finnst þetta ekki vera svo skemmtilegt af því að ég var orðin þreytt á þessu. Ég mundi frekar vinna í dæmum, svona dæmum sem maður á að vinna í hópum :)
Menntun og skóli | Breytt 1.6.2010 kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tyrkjaránið
23.4.2010 | 11:06
Í vorönn hef ég verið að læra um róstumsamlegan atburð sem nefnist Tyrkjaránið. Ég hafði verið að læra um atburðinn í skólanum. Ég gerði mörg verkefni t.d bréf sem Guðríður Símonardóttir skrifaði til manns síns þegar hún var í ánauð, ég skrifaði líka frétt um þegar sjóræningjarnir réðust á Vestmannaeyjar. Áður en ég hreinskrifa verkefnin mín skrifa ég á uppkastablað.
Í Tyrkjaráninu voru margt fólk rænt og flutt til Algeirsborgar til Alsír. Ein konan Guðríður Símonardóttir sem var rænd og var í ánauð skrifaði bréf til þáverandi eiginmann sinn um að hún og sonur hennar voru enn á lífi. Árið 1636 var borgar lausnargjald fyrir hana og fór hún til Kaupmannahafnar og þurfti að skilja við son sinn.
Í Danmörku hitti hún annan mann Hallgrímur Péturson að nafni, helsta trúarskáldi þjóðarinnar. Saman eignuðust þau nokkur börn. En þurftu ekki að borga skatta því þau fréttu að maðurinn hennar Guðríðar hafði látist á svipuðum tíma og þau áttu í ástarsambandi.
Menntun og skóli | Breytt 1.6.2010 kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hallgrímur Pétursson
23.4.2010 | 10:52
Ég var að læra um helsta trúarskáld þjóðarinna, Hallgrím Pétursson. Hann fæddist árið 1614 og dó 1674. Hann var að læra að verða prestur í Frúarskóla í Kaupmannahöfn og fékk þá verkefni 22 ára gamall. Verkefnið var þannig að hópur sem hafði verið í Alsír í rúman áratug á ánauð væri orðið ryðgað í kritnu trúnni og móðurmálinu íslensku. Þar kynntist hann konu sinni Guðríði Símonardóttur. Saman eignuðust þau nokkur börn. Eitt þeirra Steinunn að nafni dó ung og syrgði faðir hennar hana mikið, um það yrkti hann ljóð sem heitir "allt eins og blómstrið eina".
Ég tók próf úr Hallgrím Pétursson og gekk það ofsalega vel og ég er ánægð með einkunina mina.
Ég átti líka að gera eitt verkefni um Hallgrím og það var að gera power point glærur. Mér gekk vel í verkefninu og ég lærði t.d að gera 2 nýtt á glærurnar sem ég hafði aldrey gert áður. Það sem ég lærði nýtt var að breyta liti á myndunum. Og að þegar ég er búin að búa til bakgrunn gat ég allt í einu fært hann eins og mig langaði að hafa hann.
Hérna eru glærurnar mínar :)
Menntun og skóli | Breytt 13.5.2010 kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)