Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Verk og list

Í verk og list er ég búin að vera í hreyfimyndum og það var gaman. En það var líka smá erfitt að vinna verkefnið. Ég var með Birtu, Örnu, Díönu og Emblu í hópi og kom vinnan ágætilega út. Mér fannst skemmtilegast að teikna persónuna mína en erfiðaða að teikna hana og klippa. Eftir það fór ég í tónment og skrifaðu um Dolly Parton. Hún er góð sveitasöngkona. Ég samdi lítið leikrit og teiknaði myndir og stundum sungum við jólalög. Núna er ég nýbyrjuð í saumum og við eigum að sauma náttbuxur. Ég kom sjálf með efni og get ekki beðið eftir að byrja.

 DollyParton1-760102


Samfélagsfræði

Ég var að læra um árin í Íslandsögunni frá 870-1490. Það sem mér fannst áhugaverðast var þegar Noregskonungur ákvað að kristna íslendinga. íslendingar neituðu því, en þá hótaði  konungur að drepa þá Íslendinga sem staddir voru í Noregi. Þá var Þorgeir Ljósvetningagoði ráðinn til að leysa vandann. Hann settist undir feld og komst að niðurstöðu. Allir íslendingar yrðu kristnir, en heiðnir mættu blóta sín goð, bera út börn og borða hrossakjöt. Við lærðum líka um marga biskupa en sá sem mér fannst áhugaverðastur var ísleifur Gissurasson, fyrsta biskup í Skiálholti. Hann tók við embættið árið 1056. ástæðan fyrir því að ég valdi þennan biskup er að hann var fyrsti biskup íslands.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband