Danska

Þetta er fyrsta árið mitt í dönsku. Þegar ég byrjaði að læra hana hafði ég engan áhuga og fannst tímarnir vera leiðinlegir því ég átti erfitt með að skilja dönskuna, enda var ég bara að byrja að læra hana. Ég lærði hana samt smátt og smátt og kann ég núna mjög mikið í henni. Ástæðan er sú að ég fékk áhuga á henni þegar ég hafði náð að skilja hana. Ég gerði mörg verkefni í dönsku og komu þau vel út vegna þess að ég vandaði mig.

Eitt verkefnið mitt var spil  (við unnum í hópum svona 2 saman og bjuggum til spil, alveg eins og við vildum.) Ég vann með Emínu og kom spilið okkar vel út vegna þess að við unnum vel saman. Þemað hjá okkur var mönun og vinátta. Aftan á spilinu eru reglur og síðan var spilið plastað.

Mér finnst gaman í dönsku því við gerum oft skemmtileg verkefni, en gallin við það að maður fær leið á þeim fljótt því maður þarf að gera uppkast og láta alltaf fara yfir það.   

 

Jeg elske at snakke dansk   :)                    

Denmark-Danmark-National-Flag

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband