Gæluverkefnið

Í skólanum átti hver nemandi í 7 bekk að velja sér eitthvað til að fjalla um í gæluverkefninu sínu. Það virkaði þannig að ég mátti ráða um hvað ég vildi fjalla um og í hvaða forriti ég mundi vinna það í, það mátti vera hvað sem ég vildi. Ég ákvað eftir nokkra daga eftir að ég frétti að við værum að fara að vinna þetta verkefni að ég ætlaði að fjalla um matarræði eða fæðuhringinn. Ég las upplýsinga á http://www.lydheilsustod.is/ og var gott að vinna frá þessari síðu vegna þess að ég fékk flottar og nógu miklar upplýsingar þar.

Ég átti ekki bara að vinna gæluverkefnið mitt bara svona, ég þurfti líka að skrifa skýrslur fyrir hverja viku í gæluverkefninu, ég fékk 3 vikur til að vinna í verkefninu mínu en samt þurfti ég að gera 4 skýrslur. Sú seinasta var vikan eftir að ég átti að skila gæluverkefninu mínu. Í seinustu vikunni skrifaði ég hvernig mér gekk að kynna verkefnið mitt. 

Ég ákvað fyrst að gera myndband um matarræði, svo kom að því (daginn fyrir að ég átti að skila verkefninu) kom vandarmál sem var leiðinlegt við þetta verkefni. Það var þannig að ég hafði tekið upp það sem ég ætlaði að segja inná myndbandinu mínu en það var erfitt að setja það inná. Ég hafði reynt og reynt að laga þetta en þá gafst ég upp og byrjaði að vinna þetta í power point. Um kvöldið vann ég og vann í þessu verkefni og ég skal segja þér/ykkur að þetta var langt frá því að vera auðvelt.

Svo næsta dag skilaði ég verkefninu mínu fullkláruðu, skýrslunum og kynningunni. Í vikunni eftir á föstudeginum kynnti ég verkefnið mitt og gekk það eins og í sögu. Núna er ég voða stolt af verkefninu mínu sem ég hef unnið mjög vel og mikið í.

-Mér finnst gaman að vinna svona verkefni með frjálsar hendur því maður getur ráðið hvað maður gerði og hvernig.

- Ég átti að gera áætlun fyrir hverja viku en mér fannst það vera allt í lagi en oftast vann ég miera og þá breyttis áætlunin mín sem ég hafði gert. 

-Mér fannst gott að fá 3 vikur fyrir þetta verkefni því maður gat unnið það rólega.

 

View more presentations from oldusel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband