Landafræði

Ég er búin að vera læra um Evrópu á miðöninni. Það sem ég gerði var t.d að lesa um löndin og taka próf úr þeim. Svo átti ég að búa til power point sýningu með frjálsu vali af einu landi, ég valdi Slóvakíu því ég vissi nákæmlega ekkert um það land og ekki einu sinni að það væri til. Ég vann það verkefni vel en þurfti kannski smá meiri tíma til að fara yfir það.

Þegar ég sýndi verkefnið fyrir framan bekkinn gekk það eins og í sögu en myndbandið í verkefninu (sem ég setti inn á) endaði með ósköpum.

Næsta verkefni átti ég að búa til myndband af landi sem mig langaði til að gera í photo storie 3. Ég valdi Austurríki því það er svo margt sem ég get sagt um það. Ég vann myndbandið mest í skólanum en fór svo með það heim og kláraði það þar, svo gekk kynningin vel og það var gaman að kynna myndbandið.

Það sem ég hef lært um Evrópu: Núna veit ég hvar öll löndin í Evrópu eru staðsett og smáríkin líka. Volga er lengsta á Evrópu og Dóná þar á eftir. Volga á upptök sín í Svartaskógi í Þýskalandi og endar í Svartahafi. Höfuðborg Slóvakíu heitir Bratislava og Stóra-Bretland samanstendur af Norður-Írlandi, Englandi, Wales og Skotlandi. Svo veit ég margt fleira um Evrópu

Hérna koma glærurnar af Slóvakíu og á þeim setti ég myndband af landinu frá youtube.com og tónlistin er fyndin (sú sem endaði með ósköpum)

 

 

Hérna kemur myndbandið af Austurríki

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband